Handbolti

Ljónin töpuðu fyrir meisturunum og Bjarki Már marka­hæstur í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már skorar í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni.
Bjarki Már skorar í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir Lemgo sem tapaði með minnsta mun, 27-26, fyrir Leipzig á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leipzig var einnig einu marki yfir í hálfleik, 12-11, en sigurmarkið kom fimm sekúndum fyrir leikslok. Þrjú af átta mörkum Bjarka komu af vítalínunni en hann var markahæsti leikmaður Lemgo.

Lemgo er í 15. sæti deildarinnar með tólf stig en Leipzig er nú komið í áttunda sætið með 20 stig. Lemgo spilar tvo leiki í viðbót áður en árið er á enda.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen töpuðu á heimavelli, 22-24, gegn Flensburg-Handewitt. Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Löwen.

Löwen er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig eftir nítján leiki en Flensburg er í öðru sætinu með 28 stig, stigi á efitr toppliði Kiel, sem á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×