Vita ekkert hvaðan dularfull olíumengun sem plagar strendur Brasilíu kemur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2019 23:30 Olíumengunin hefur fundist víða. Vísir/ EPA-EFE Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér. Brasilía Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa enn ekki fundið nein svör sem varpað geti ljósi á það hvaðan dularfull olíumengun sem mengað hefur strendur á 4.400 kílómetra svæði við strandlínu ríkisins kemur. Mengunin hefur fundist á meira en 950 ströndum, þar á meðal sumum af frægustu ströndum Brasilíu. Reuters greinir frá. Ekki liggur fyrir hvenær olíumengunin gerði fyrst vart við sig en upplýsingar yfirvalda benda til þess að það hafi verið undir lok ágústmánaðar. Um mestu olíumengun í sögu Brasilíu er um að ræða. Svo virðist sem olían sem um er að ræða sé óunninn jarðolía. Hún flýtur ekki eða illa á yfirborði sjávar og því hefur reynst afar erfitt að rekja hvar mengunin mun ná landi eða hvaðan hún komi. Það gerir það einnig að verkum að ekki hefur tekist að meta umfang olíumengunarinnar nægjanlega vel. Svartur blettur táknar hvar olíumengunina má finna.Mynd/Reuters Líkist olíu frá Venesúela en yfirvöld þar segjast ekkert vita Jarðolía hefur mismunandi einkenni eftir því hvaðan úr jörðinni hún kemur. Vísindamenn sem rannsakað hafa olíuna segja hana sambærilegra þeirri sem kemur frá Venesúela. Yfirvöld þar í landi sem o yfirfmenn ríkisolíufyrirtækisins PDSVA hafa borið af sér sakir og segjast ekkert vita um málið. Af þessum sökum hefur ekki tekist að finna uppruna mengunarinnar. Eitt af því sem ekki hefur verið útilokað er að einhvers staðar undan ströndum Brasilíu hafi eitthvað misfarist þegar verið var að flytja olíu á milli skipa. Með því að rannsaka vindafar og sjávarstrauma hafa vísindamenn komið auga á þrjú svæði 300 til 600 kílómetrum undan ströndum Brasilíu þar sem talið er mögulegt að olíumengunin hafi átt uppruna sinn. Verið er að kanna hvort að einhver olíuflutningaskip hafi átt ferð þar um í sumar, en niðurstöður þeirrar leitar hafa ekki verið birtar. Nokkur skip liggja þó undir grun en eigendur þeirra hafa allir þvertekið fyrir að eiga sök á menguninni. 105 skjaldbökur drepist Til marks um hversu erfiðlega hefur gengið að finna uppruna mengunarinnar benda niðurstöður annarar vísindarannsóknar til þess að olíumengunin eigi uppruna sinn undan ströndum suðurhluta Afríku í apríl. Þaðan hafi hún borist til Brasilíu. Yfirvöld, umhverfisverndarsamtök og sjálfboðaliðar hafa alls hreinsað fimm þúsund tonn af olíu en í frétt Reuters segir að 105 skjaldbökur, 39 fuglar og 15 önnur dýr hafi fundist dauð vegna mengunarinnar.Ítarlega er fjallað um málið í myndrænni fréttaskýringu á vef Reuters sem nálgast má hér.
Brasilía Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira