Morales áformar fjöldafund við landamærin að Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 10:49 Morales á blaðamannafundi í Buenos Aires um miðjan desember. Hann leitaði pólitísks hælis þar. Vísir/EPA Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins. Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins.
Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25
Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59
Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15