Morales áformar fjöldafund við landamærin að Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 10:49 Morales á blaðamannafundi í Buenos Aires um miðjan desember. Hann leitaði pólitísks hælis þar. Vísir/EPA Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins. Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins.
Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25
Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59
Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15