Gísli Marteinn lét skera krabbameinið burt og tók strætó heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:09 Sjálfa sem Gísli Marteinn tók að bíða eftir strætó á leið heim frá lækninum. Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi. Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira