Handbolti

Löwen vann Íslendingaslaginn | Níundi sigur Kristianstad í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði fjögur mörk gegn Bergischer.
Alexander skoraði fjögur mörk gegn Bergischer. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen komst upp í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Bergischer, 26-29, í dag.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem Kristján Andrésson þjálfar.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, fyrir Bergischer sem er í 12. sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergischer.

Kristianstad vann sinn níunda leik í röð þegar liðið lagði Helsingborg að velli, 28-30, í sænsku úrvalsdeildinni.

Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad sem er í 3. sæti deildarinnar. Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar.

Aron Dagur Pálsson var ekki á meðal markaskorara hjá Alingsås sem gerði jafntefli við Redbergslids, 25-25.

Aron Dagur og félagar eru með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Malmö getur náð Alingsås að stigum með sigri á Skövde á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×