Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2019 21:38 Frá undirritun samninga um skólann í Nuuk þann 18. desember. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson, yfirverkfræðingur Ístaks, á lóðinni þar sem skólinn rís. Mynd/Sveitarfélagið Sermersooq. Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ráðamenn Ístaks undirrituðu fyrir jól ellefu milljarða króna samning um smíði skóla í Nuuk sem verður sá stærsti á Grænlandi. Sjá hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Skólabyggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar að stærð.Teikning/Ístak. Þetta er aðeins einn angi af gríðarlegri innviðauppbyggingu, sem hafin er, en þar ber flugvallagerðina hæst. „Já, það eru mjög spennandi tímar. Og það verður mikið um að vera þarna. Það er verið að byggja þennan nýja flugvöll í Nuuk. Og svo verður byrjað á næsta ári á flugvellinum í Ilulissat og líka í Qaqortoq. Og þetta mun bara auka mikið á alla túristatraffík til Grænlands,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Í Nuuk eru fyrirhuguð ný íbúðahverfi en spáð er að bærinn vaxi úr átján þúsund manna bæ upp í þrjátíu þúsund manna bæ á næsta áratug. Þá hafa birst fréttir af áformum um smíði þriggja nýrra hótela. En sér Ístak fram á enn meiri verkefni á Grænlandi? „Já, við sjáum fyrir okkur að það eru möguleikar á Grænlandi sem við viljum taka þátt í. Það eru útboð þarna sem eru framundan sem við munum skoða vel,“ svarar Karl. Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra.GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Þótt Ístaksmenn stefni að því að ráða sem flesta heimamenn til starfa við smíði skólans mun það ekki duga til og gera þeir ráð fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl. „Nú sjáum við fyrir okkur að vinnuaflið sem fer héðan út eru kannski að meirihluta pólskir starfsmenn okkar, sem sækja í það að vinna frá heimili. En það er erfiðara fyrir Íslendinga kannski að fara í verkefni á Grænlandi þegar nægt er um framboð af vinnu hér heima.“ Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Gamla höfnin í forgrunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ístaksmenn hafa allt frá árinu 1970 sent mörghundruð Íslendinga til starfa á Grænlandi við ólík verkefni, síðast að hafnargerð í Nuuk. „Þetta er mjög spennandi. Og sjálfur hef ég verið að vinna erlendis og eytt miklum tíma þar í verkefnum, og bæði tekið fjölskyldu með, - og án. Ég bara mæli með þessu að menn prófi þetta. Þetta er mjög skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ráðamenn Ístaks undirrituðu fyrir jól ellefu milljarða króna samning um smíði skóla í Nuuk sem verður sá stærsti á Grænlandi. Sjá hér: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Skólabyggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar að stærð.Teikning/Ístak. Þetta er aðeins einn angi af gríðarlegri innviðauppbyggingu, sem hafin er, en þar ber flugvallagerðina hæst. „Já, það eru mjög spennandi tímar. Og það verður mikið um að vera þarna. Það er verið að byggja þennan nýja flugvöll í Nuuk. Og svo verður byrjað á næsta ári á flugvellinum í Ilulissat og líka í Qaqortoq. Og þetta mun bara auka mikið á alla túristatraffík til Grænlands,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Í Nuuk eru fyrirhuguð ný íbúðahverfi en spáð er að bærinn vaxi úr átján þúsund manna bæ upp í þrjátíu þúsund manna bæ á næsta áratug. Þá hafa birst fréttir af áformum um smíði þriggja nýrra hótela. En sér Ístak fram á enn meiri verkefni á Grænlandi? „Já, við sjáum fyrir okkur að það eru möguleikar á Grænlandi sem við viljum taka þátt í. Það eru útboð þarna sem eru framundan sem við munum skoða vel,“ svarar Karl. Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra.GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Þótt Ístaksmenn stefni að því að ráða sem flesta heimamenn til starfa við smíði skólans mun það ekki duga til og gera þeir ráð fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl. „Nú sjáum við fyrir okkur að vinnuaflið sem fer héðan út eru kannski að meirihluta pólskir starfsmenn okkar, sem sækja í það að vinna frá heimili. En það er erfiðara fyrir Íslendinga kannski að fara í verkefni á Grænlandi þegar nægt er um framboð af vinnu hér heima.“ Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Gamla höfnin í forgrunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ístaksmenn hafa allt frá árinu 1970 sent mörghundruð Íslendinga til starfa á Grænlandi við ólík verkefni, síðast að hafnargerð í Nuuk. „Þetta er mjög spennandi. Og sjálfur hef ég verið að vinna erlendis og eytt miklum tíma þar í verkefnum, og bæði tekið fjölskyldu með, - og án. Ég bara mæli með þessu að menn prófi þetta. Þetta er mjög skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Gætum lært af Grænlendingum að brosa meira og hlæja meira "Við megum líka læra meira um sögu ykkar Grænlendinga, gleyma um stund Eiríki rauða og hópnum sem honum fylgdi, og horfa frekar til hinna sem settust hér að. Það er í raun mögnuð saga," sagði forseti Íslands. 25. september 2019 11:24
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31
Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45