Leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði einum leikmanni 122 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:30 Markus Golden hefur verið besti varnarmaður New York Giants á leiktiðinni. Getty/Emilee Chinn Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014. NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014.
NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira