Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 15:15 Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Vísir/CNSA Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimurinn Kína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimurinn Kína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira