Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 15:15 Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Vísir/CNSA Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimurinn Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimurinn Kína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira