Björgvin Páll Gústavsson gengur í raðir Hauka næsta sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Björgvin lék með Haukum tímabilið 2017-18 en gekk svo til liðs við Skjern í Danmörku.
Í fréttatilkynningu frá Haukum kemur fram að Björgvin og Andri Sigmarsson Scheving muni mynda markvarðateymi liðsins á næsta tímabili. Grétar Ari Guðjónsson stefnir á að leika erlendis næsta vetur.
Björgvin hefur einnig leikið með HK, ÍBV og Fram hér á landi, Bittenfeld, Magdeburg og Bergischer í Þýskalandi og Kadetten Schaffhausen í Sviss.
Björgvin er í 19 manna æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir EM 2020.
Haukar eru með eins stigs forskot á toppi Olís-deildar karla eftir 14 umferðir.
