Erlent

Eldgosið í Eyjafjallajökli meðal frétta áratugarins hjá Sky

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Eldgosið í Eyjafjallajökli. Vísir/Vilhelm

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem olli miklum truflunum á flugsamgöngum víða í Evrópu, er á lista bresku fréttastofunnar Sky News yfir fréttir áratugarins sem er að líða.

Sky birti í dag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem tíndar eru til helstu fréttir á árunum 2010-2019. Í myndbandinu birtist fyrst fréttin af gosinu sem er mörgum Íslendingum eflaust í fersku minni.

Meðal annarra frétta sem Sky stiklar á eru þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia fór á hliðina úti fyrir ströndum Ítalíu með þeim afleiðingum að 32 týndu lífi árið 2012, andlát Nelson Mandela árið 2013, hryðjuverkaárásirnar í Bataclan-tónleikahúsinu í París 2015, sigur Donalds Trump í kosningum til embættis Bandaríkjaforseta og að sjálfsögðu Brexit, sem hefur sett sitt mark á fréttaflutning víða um heiminn allar götur síðan meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið í júní 2016.

Hér að neðan má sjá samantekt Sky News í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×