Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 11:14 Jólakötturinn reyrður fastur við steypuklumpa. Hann ætti ekki að verða Kára að bráð í dag. Vísir/vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm
Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15