Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 11:14 Jólakötturinn reyrður fastur við steypuklumpa. Hann ætti ekki að verða Kára að bráð í dag. Vísir/vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm
Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent