Klopp tók þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 14:00 Jürgen Klopp var ekki sáttur með þýðingu túlksins. Getty/ Andrew Powell Liverpool liðið er statt í Austurríki þar sem liðið mætir Red Bull Salzburg á eftir í leik upp á sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Á blaðamannfundi Liverpool fyrir leikinn voru mættir knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson. Eftir að Jordan Henderson hafði svarað einni spurningunni á ensku þá var það í verkahring þýsks túlks að færa svar hans yfir á þýsku. Jürgen Klopp er eins og allir vita Þjóðverji og skildi hvert einasta orð hjá túlkunum sem og hjá Jordan Henderson. Klopp var því ekki alveg sáttur við þýðinguna hjá túlkinum eins og sjá má hér fyrir neðan. Fólkið á ESPN hefur klippt út þennan hluta af blaðamannafundinum og láta textann fylgja með. Þar er því hægt að sjá vel hversu mislukkuðu þýðingin hjá túlkinum var. Jurgen Klopp calls out a German translator for misquoting Jordan Henderson pic.twitter.com/4lY4QBcfm2— ESPN FC (@ESPNFC) December 10, 2019 Það má segja að Klopp hafi tekið þennan þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi. Klopp lét hann heyra það eftir að hafa þýtt sjálfur það sem Jordan Henderson sagði. Úr var frekar sérstök stund og alls ekki góð stund fyrir viðkomandi túlk sem hefur væntanlega misst starfið sitt í kjölfarið. Jürgen Klopp fann strax að stemmningin var alltof þung í salnum og henti því í einn Klopp brandara til að létta hana á ný. Hann fékk strax góð viðbrögð við því eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Það sést líka á þessu að Klopp er ekki knattspyrnustjóri sem leyfir mönnum að fara með einhverja vitleysu. Það er því líklegt að þrátt fyrir létt fas, húmor og skemmtilegt viðmót þá er þýski stjórinn óhræddur við að láta menn heyra það ef þeir gera hlutina ekki rétt. Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Liverpool liðið er statt í Austurríki þar sem liðið mætir Red Bull Salzburg á eftir í leik upp á sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Á blaðamannfundi Liverpool fyrir leikinn voru mættir knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp og fyrirliðinn Jordan Henderson. Eftir að Jordan Henderson hafði svarað einni spurningunni á ensku þá var það í verkahring þýsks túlks að færa svar hans yfir á þýsku. Jürgen Klopp er eins og allir vita Þjóðverji og skildi hvert einasta orð hjá túlkunum sem og hjá Jordan Henderson. Klopp var því ekki alveg sáttur við þýðinguna hjá túlkinum eins og sjá má hér fyrir neðan. Fólkið á ESPN hefur klippt út þennan hluta af blaðamannafundinum og láta textann fylgja með. Þar er því hægt að sjá vel hversu mislukkuðu þýðingin hjá túlkinum var. Jurgen Klopp calls out a German translator for misquoting Jordan Henderson pic.twitter.com/4lY4QBcfm2— ESPN FC (@ESPNFC) December 10, 2019 Það má segja að Klopp hafi tekið þennan þýskan túlk „á teppið“ á miðjum blaðamannafundi. Klopp lét hann heyra það eftir að hafa þýtt sjálfur það sem Jordan Henderson sagði. Úr var frekar sérstök stund og alls ekki góð stund fyrir viðkomandi túlk sem hefur væntanlega misst starfið sitt í kjölfarið. Jürgen Klopp fann strax að stemmningin var alltof þung í salnum og henti því í einn Klopp brandara til að létta hana á ný. Hann fékk strax góð viðbrögð við því eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Það sést líka á þessu að Klopp er ekki knattspyrnustjóri sem leyfir mönnum að fara með einhverja vitleysu. Það er því líklegt að þrátt fyrir létt fas, húmor og skemmtilegt viðmót þá er þýski stjórinn óhræddur við að láta menn heyra það ef þeir gera hlutina ekki rétt. Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira