Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2019 14:16 Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. mynd/stöð 2 Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að deildin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarna mánuði. „Þetta hafa verið erfið ár. Við komumst ekki í Evrópukeppni og höfum verið í miklum framkvæmdum við að bæta aðstöðu okkar. Það hefur kostað gríðarlega mikla peninga,“ sagði Valdimar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Valdimar viðurkennir að FH hafi átt í vandræðum með borga leikmönnum og starfsfólki laun. „Þetta er mjög erfið staða og það er aldrei gaman að geta ekki greitt fólki það sem það á skilið og á að fá,“ sagði Valdimar.Borgum oftast laun innan mánaðar„Við höfum gert okkar besta og sem betur fer hafa vandræðin ekki verið verri en svo að við borgum oftast okkar laun innan mánaðar. En það hefur verið smá skafl sem við höfum ýtt á undan okkur. Við erum að fara gegnum í erfiða niðurskurðarhluti, lækka laun og minnka kostnað. En við erum líka að auka tekjur og bæta þjónustuna.“ Sögur hafa gengið um að skoski framherjinn Steven Lennon ætli að róa á önnur mið. „Lennon er samningsbundinn okkur og er frábær leikmaður. Það hefur ekkert komið á okkar borð annað en að hann verði áfram,“ sagði Valdimar.Lánið umdeilda skammtímafjármögnunÍ gær bárust fréttir af ósætti innan FH vegna sex milljóna króna láns sem knattspyrnudeild félagsins fékk frá Barna- og unglingaráði. Stjórn þess sagði af sér vegna málsins. „Við þurftum að fleyta félaginu í nokkrar vikur en vonandi ekki langan tíma. Þetta kemur ekkert niður á starfinu. Barna- og unglingaráð á alla sína peninga og þeir eru aðgreindir og allt svoleiðis. Þetta er bara skammtímafjármögnun milli eininga hjá okkur,“ sagði Valdimar um lánið umdeilda. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hart í ári hjá FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Knattspyrnudeild FH fékk sex milljóna króna lán frá Barna- og unglingaráði. 9. desember 2019 16:00 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að deildin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarna mánuði. „Þetta hafa verið erfið ár. Við komumst ekki í Evrópukeppni og höfum verið í miklum framkvæmdum við að bæta aðstöðu okkar. Það hefur kostað gríðarlega mikla peninga,“ sagði Valdimar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Valdimar viðurkennir að FH hafi átt í vandræðum með borga leikmönnum og starfsfólki laun. „Þetta er mjög erfið staða og það er aldrei gaman að geta ekki greitt fólki það sem það á skilið og á að fá,“ sagði Valdimar.Borgum oftast laun innan mánaðar„Við höfum gert okkar besta og sem betur fer hafa vandræðin ekki verið verri en svo að við borgum oftast okkar laun innan mánaðar. En það hefur verið smá skafl sem við höfum ýtt á undan okkur. Við erum að fara gegnum í erfiða niðurskurðarhluti, lækka laun og minnka kostnað. En við erum líka að auka tekjur og bæta þjónustuna.“ Sögur hafa gengið um að skoski framherjinn Steven Lennon ætli að róa á önnur mið. „Lennon er samningsbundinn okkur og er frábær leikmaður. Það hefur ekkert komið á okkar borð annað en að hann verði áfram,“ sagði Valdimar.Lánið umdeilda skammtímafjármögnunÍ gær bárust fréttir af ósætti innan FH vegna sex milljóna króna láns sem knattspyrnudeild félagsins fékk frá Barna- og unglingaráði. Stjórn þess sagði af sér vegna málsins. „Við þurftum að fleyta félaginu í nokkrar vikur en vonandi ekki langan tíma. Þetta kemur ekkert niður á starfinu. Barna- og unglingaráð á alla sína peninga og þeir eru aðgreindir og allt svoleiðis. Þetta er bara skammtímafjármögnun milli eininga hjá okkur,“ sagði Valdimar um lánið umdeilda. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hart í ári hjá FH
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Knattspyrnudeild FH fékk sex milljóna króna lán frá Barna- og unglingaráði. 9. desember 2019 16:00 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Knattspyrnudeild FH fékk sex milljóna króna lán frá Barna- og unglingaráði. 9. desember 2019 16:00