Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2019 18:52 Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira