Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. desember 2019 20:30 Sjór gekk yfir götuna við JL húsið úti á Granda. vísir/vilhelm „Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira