Veðrið náð hámarki sínu á vestanverðu landinu en sprengilægðin þokast austur á land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:45 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira