Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:31 Þessi vörubíll er töluvert skemmdur eftir nóttina í Vestmannaeyjum. Mynd/Sigdór yngvi Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32