Litla föndurhornið: Jólapinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:00 Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer. Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer.
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira