Litla föndurhornið: Jólapinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:00 Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer. Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 11. desember sýnir hún hvernig á að gera krúttlega jólapinna. Við gefum Kristbjörgu orðið. Áður en þú lest lengra, þá er rétt að vara þig við. Það er glimmer sem fylgir þessu föndri, mikið glimmer. Þú getur að vísu sleppt því, en endanlega útkoman er miklu krúttlegri með smá glimmeri. En ef þú hefur hugrekkið til að halda áfram, gjörðu svo vel, þú munt ekki sjá eftir því. Ef það eru öryggismyndavélar í Tiger þá vil ég ekki sjá upptökuna af því þegar ég fann þetta apaspil. Ég hef aldrei spilað þetta spil, þetta gæti verið skemmtilegasta spil í heimi, en það var ekki ástæðan fyrir gleðidansinum mínum í miðri búðinni. Ástæðan fyrir honum var að ég vissi að þessir diskar væru fullkomnir i föndrið mitt. Ég byrjaði á að mála þá hvíta, held að það hafi tekið þrjár umferðir svo að apinn hætti að brosa á móti manni. Svo bað ég Google frænda um lollipop munstur, fann rétta munstrið og prentaði það út þannig að myndin var jafn stór disknum. Ég krassaði svo með blýanti aftan á myndina, lagði myndina yfir diskinn og fór með blýantinum yfir línurnar. Núna hljótið þið vera farin að þekkja þessa aðferð. Svo málaði ég annað hvert svæði rautt, og núna þurfti ég bara eina umferð. Þegar allt var orðið vel þurrt þá tók ég límlakkið mitt og fínan málingapensil og fór yfir öll rauðu svæðin. Og, hugrekkið munið þið, áður en lakkið þornaði þá stráði ég rauðu glimmeri yfir. Svo beið ég og beið og beið á meðan lakkið þornaði. Þá burstaði ég allt lausa glimmerið af, og vegna þess að það voru nokkrir helgidagar hjá mér þá endurtók ég þetta tvisvar í viðbót. Svo þegar rauðu svæðin eru þakin glimmeri þá er enn ein umferð af límlakki til að festa allt vel niður. Það næsta sem ég gerði var að taka fínan bor og boraði lítið gat í diskinn, Ég klippti niður grillpinna, setti smá trélím í gatið á diskinum og stakk pinnanum í gatið. Og, til að setja punktinn yfir i-ið, þá endaði ég á smá sellófani og rauðum og hvítum spotta. Svo krúttlegt ekki satt? Og alveg þess virði að leggja í hið stórhættulega efni, glimmer.
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira