Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 10:51 Tekist hefur að halda aðalgötum greiðfærum á Akureyri en íbúðargötur eru kolófærar Vísir/tryggvi Páll Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“ Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“
Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00