Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:15 Íbúar á Hvammstanga hafa brugðist við rafmagnsleysinu með því að kveikja á kertum. Sigvald Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Tryggi Þór fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Íbúar á þessum landsvæðum hafa verið án rafmagns að stórum hluta á meðan aðrir landshlutar hafa sloppið mun betur. „Það fór rafmagn af öllu Austurlandi og það gengur illa að koma því alveg á. Það er verið að vinna í því að byggja það upp með varaaflsvélum og vatnsaflsvirkjunum sem eru á svæðinu. Við teljum að það eigi að vera hægt að ná öllu Asutrlandi inn mjög fljótlega með dísilvélum á Neskaupstað og Seyðisfirði og virkjunum í Lagafossi, Grímsá og öðru tiltæku sem er á svæðinu, Seyðisfirði. Við vonumst til þess að hægt sé að byggja upp kerfi þar mjög fljótlega og komið er rafmagn að hluta.“ Tryggvi Þór segir Suðurfirðina komna með rafmagn frá Teigarhorni við Berufjörð úr kerfi Landsnets. Landsneti hafi ekki tekist að koma Hryggstekk inn. „Miðhlutinn, Héraðið og Norðurfirðirnir voru rafmagnslausir en það er verið að byggja þá upp. Vonum að það komi fljótlega.“ Aðspurður um stöðu mála á Norðurlandi segir Tryggvi það einfaldlega slæmt. „Það hefur verið meira og minna rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu frá því um miðjan dag í gær. Við gátum í rauninni ekki komist neitt. Það var snjóbíll einhverja níu klukkustundir á leiðinni frá Hvammstanga inn í Hrútafjörð, og komst ekki. En menn eru komnir þangað núna og eru að hreinsa spennuvirkið í Hrútafirðinum. Við vonumst til þess að þegar það hreinsast náum við að koma rafmagni á á Hvammstanga og Vestur-Húnavatnssýslu.“Sveinbjörn Steinþórsson, liðsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, tók þetta myndband af björgunaraðgerðum á Skagaströnd í gær. Miklar truflanir hafi verið á Blönduós og Skagaströnd en þar sé rafmagn eins og er. „Við erum með bilanir í Langadal og Svínadal. Það er verið að leita núna. Hefur verið bilun síðan í gærkvöldi.“ Í Fjallabyggð hefur verið rafmagnslaust og íbúar kvarta undan kulda í húsum sínum. „Nú er Dalvíkurlína biluð. Í morgun fór Dalvík út. Ólafsfjörður og Siglufjörður fóru út fyrr í nótt. Það bilaði línan frá Dalvík áleiðis til Ólafsfjaðar og það er bara ein vél sem keyrir á Spekhólsvirkjun. Núna er rafmagnslaust alveg á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógi, Grenivík og Hauganesi. Öllu því svæði,“ segir Tryggvi. Ekki sér fyrir endann á vandræðunum. „Nei. En við munum leggja mikla áherslu á þetta. Það eru slæm brot í Dalvíkurlínu sem verður mál að gera við. Annað sem við vitum um er brot inni í Svarvarðardal. Það ætti að ganga hraðar en það fæst ekki rafmagn fyrr en hitt er komið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá veðrinu á Blönduósi í gær sem Ingvar Þórðarson tók. Síðan hafi verið miklar truflanir við Húsavík og í Aðaldalnum en þar sé að mestu rafmagn núna. „Hins vegar er rafmagnslaust í Kelduhverfi og Öxarfirði. Það er verið að tengja dísilstöð við Lindabrekku. Við vonumst til þess að geta skammtað rafmagn á Kelduhverfi og Öxarfjörð.“ Línan frá Laxá til Kópaskers bilaði alvarlega í gær og liggur enn niðri. „Við erum að keyra dísilvélar á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Vandamálið núna er að koma dísilolíu á staðinn. Við erum með takmarkaða dísilolíu og erum að leggja áherslu á að reyna að koma á Þórshöfn til að reyna að halda uppi aðeins lengur en við höfum olíu til núna. Olíubíll lagði af stað frá Reyðarfirði í gær en varð að hverfa frá inn á Vopnafjörð.“ Rafmagnslínur síga vegna ísingar á Norðurlandi eystra í gærkvöldi.Lögreglan Tryggvi segir mikið mæða á starfsfólki RARIK og það geri sitt besta. „Því miður er veðrið ekki að batna þarna. Það er að batna á vesturhlutanum en heldur að versna að austanverðu.“ Tryggvi sat Neyðarstjórnunarfund hjá RARIK í morgun þar sem verið er að forgangsraða verkefnum. Stöðugt bætist ný verkefni á listann. „Við erum núna akkurat að kveikja á hitaveitudælum á Siglufirði. Það er smá framleiðslugeta í Skeiðfossvirkjun og við höfum aftengt alla almenna notkun á Siglufirði en komið rafmagni inn á hitaveitudælurnar. Erum að koma rafmagni þaðan yfir á fjarskiptasendana til að halda fjarskiptasambandi.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15