Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2019 12:29 Íbúar á Sauðárkróki hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Vísir/JóiK Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent