Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:51 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15