Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 11:51 Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir. @hjalparsveitskataikopavogi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira