Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:00 Afar slæmt veður gekk yfir landið síðustu daga og hefur það haft mikil samfélagsleg áhrif. Meðal annars hafa orðið víðtækar rafmagnstruflanir. lögreglan á norðurlandi eystra Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. Óvissustiginu var lýst yfir síðasta þriðjudag og var tekin ákvörðun um það vegna mjög slæmrar veðurspár og mikillar snjókomu á svæðinu. Var einnig spáð mjög hvassri norðaustan- og norðanátt. Var þá viðbúið að snjóflóð myndu falla í bröttum brekkum sem söfnuðu í sig snjó í norðaustan- og norðanáttum, einkum þar sem snjór safnast í gil. Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands sagði í gær í samtali við fréttastofu að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafi fallið í óveðrinu. Hann sagði líkur vera á því að fleiri ættu eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofa fari til. Óvissustigið náði til fjalllendis í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð og tók gildi klukkan átta á þriðjudagsmorgun. Klukkustund áður tók gildi appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra sem var síðar hækkuð í rauða viðvörun seinna á þriðjudag. Þetta var í fyrsta skiptið sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun frá því að notkun var hafin á gildandi litakerfi. Veðurstofa Íslands fylgist að venju með frekari snjósöfnun í fjöllum. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. Óvissustiginu var lýst yfir síðasta þriðjudag og var tekin ákvörðun um það vegna mjög slæmrar veðurspár og mikillar snjókomu á svæðinu. Var einnig spáð mjög hvassri norðaustan- og norðanátt. Var þá viðbúið að snjóflóð myndu falla í bröttum brekkum sem söfnuðu í sig snjó í norðaustan- og norðanáttum, einkum þar sem snjór safnast í gil. Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands sagði í gær í samtali við fréttastofu að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafi fallið í óveðrinu. Hann sagði líkur vera á því að fleiri ættu eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofa fari til. Óvissustigið náði til fjalllendis í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð og tók gildi klukkan átta á þriðjudagsmorgun. Klukkustund áður tók gildi appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra sem var síðar hækkuð í rauða viðvörun seinna á þriðjudag. Þetta var í fyrsta skiptið sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun frá því að notkun var hafin á gildandi litakerfi. Veðurstofa Íslands fylgist að venju með frekari snjósöfnun í fjöllum.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46
Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi Klukkan átta í fyrramálið tekur gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 9. desember 2019 19:07