Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. desember 2019 19:15 Frá vettvangi við Núpá í dag. vísir/tpt Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Sjá meira
Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Sjá meira
Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20