Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. desember 2019 19:15 Frá vettvangi við Núpá í dag. vísir/tpt Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20