Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 20:21 Frá fundi þjóðaröyrggisráðs í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Víða hefur verið rafmagnslaust í lengri tíma á Norðurlandi með tilheyrandi vandræðum fyrir samfélagið. Hefur fólk til að mynda þurft að fara af heimilum sínum vegna kulda og leita skjóls hjá ættingjum eða í fjöldahjálparstöðvum sem Rauði krossinn opnaði í gær, annars vegar á Dalvík og hins vegar á Hvammstanga. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komið hafa upp vegna veðursins var þjóðaröryggisráð kallað saman í dag. Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum. Auk þeirra var fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um allt land, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún kvaðst hafa byrjað daginn í dag á því að heyra í fólki fyrir norðan, bæði sveitarstjórnarfólki sem og íbúum. „Þetta er auðvitað þung og erfið staða fyrir fólk því það sem við erum að tala um hér er í raun og veru mjög yfirgripsmikið rafmagnsleysi sem sömuleiðis er langvarandi með þeim hætti að við höfum ekki séð annað eins hin síðari ár,“ sagði Katrín. Þá benti hún á það hversu mjög samfélagið hefur breyst á þann veg að við erum miklu háðari rafmagni en áður var, til dæmis þegar kemur að fjarskiptum. „Þannig að það má segja að þetta hafi enn þá meiri áhrif en ella. Veðrið var auðvitað mjög slæmt og afleiðingarnar líka eftir því en ég vil líka segja það að við erum í miðri á. Viðbragðsaðilar fyrir norðan eru á fullu að störfum enn þá við að koma á rafmagni í gegnum varaaflsstöðvar. Það var verið að fljúga bæði tækjum, búnaði og mannskap norður til þess að koma rafmagni á ýmsa þéttbýlisstaði.“ Þá séu viðbragðsaðilar að setja sig í sambandi við fólk sem er enn án rafmagns til þess að kanna stöðuna. „Og það verður áfram haldið að vinna af kappi. Ég get sagt það að viðbragðsaðilar hafa svo sannarlega ekki unnt sér hvíldar undanfarna daga við að koma málum í rétt horf,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Staða mála verður svo rædd frekar á ríkisstjórnarfundi á morgun þar sem farið verður yfir nauðsynlegar aðgerðir, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Þá verður einnig skipaður sérstakur starfshópur um raforkuinnviði en að því er segir í frétt mbl á hópurinn að fara yfir og forgangsraða þeim aðgerðum sem ráðast þarf í svo koma megi í veg fyrir að að viðlíka rafmagnsleysi geti endurtekið sig. Óveður 10. og 11. desember 2019 Stjórnsýsla Veður Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Víða hefur verið rafmagnslaust í lengri tíma á Norðurlandi með tilheyrandi vandræðum fyrir samfélagið. Hefur fólk til að mynda þurft að fara af heimilum sínum vegna kulda og leita skjóls hjá ættingjum eða í fjöldahjálparstöðvum sem Rauði krossinn opnaði í gær, annars vegar á Dalvík og hins vegar á Hvammstanga. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komið hafa upp vegna veðursins var þjóðaröryggisráð kallað saman í dag. Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum. Auk þeirra var fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um allt land, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún kvaðst hafa byrjað daginn í dag á því að heyra í fólki fyrir norðan, bæði sveitarstjórnarfólki sem og íbúum. „Þetta er auðvitað þung og erfið staða fyrir fólk því það sem við erum að tala um hér er í raun og veru mjög yfirgripsmikið rafmagnsleysi sem sömuleiðis er langvarandi með þeim hætti að við höfum ekki séð annað eins hin síðari ár,“ sagði Katrín. Þá benti hún á það hversu mjög samfélagið hefur breyst á þann veg að við erum miklu háðari rafmagni en áður var, til dæmis þegar kemur að fjarskiptum. „Þannig að það má segja að þetta hafi enn þá meiri áhrif en ella. Veðrið var auðvitað mjög slæmt og afleiðingarnar líka eftir því en ég vil líka segja það að við erum í miðri á. Viðbragðsaðilar fyrir norðan eru á fullu að störfum enn þá við að koma á rafmagni í gegnum varaaflsstöðvar. Það var verið að fljúga bæði tækjum, búnaði og mannskap norður til þess að koma rafmagni á ýmsa þéttbýlisstaði.“ Þá séu viðbragðsaðilar að setja sig í sambandi við fólk sem er enn án rafmagns til þess að kanna stöðuna. „Og það verður áfram haldið að vinna af kappi. Ég get sagt það að viðbragðsaðilar hafa svo sannarlega ekki unnt sér hvíldar undanfarna daga við að koma málum í rétt horf,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Staða mála verður svo rædd frekar á ríkisstjórnarfundi á morgun þar sem farið verður yfir nauðsynlegar aðgerðir, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Þá verður einnig skipaður sérstakur starfshópur um raforkuinnviði en að því er segir í frétt mbl á hópurinn að fara yfir og forgangsraða þeim aðgerðum sem ráðast þarf í svo koma megi í veg fyrir að að viðlíka rafmagnsleysi geti endurtekið sig.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Stjórnsýsla Veður Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20