Tannlæknafjölskylda á Selfossi sem gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2019 19:15 Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH Árborg Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH
Árborg Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira