Tannlæknafjölskylda á Selfossi sem gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2019 19:15 Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH Árborg Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH
Árborg Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira