Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 15:00 Sendiráð Kína í Bandaríkjunum. Vísir/getty Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. Útlit er fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem kínverskir erindrekar eru sakaðir um njósnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár. Embættismenn í Bandaríkjunum segjast fullvissir að minnst annar erindrekanna sé njósnari. Þeir voru á ferð með eiginkonum sínum og reyndu að komast undan eftirför herlögreglu. Það var í september sem atvikið átti sér stað en umrædd herstöð hýs leynilegar sérsveitir Bandaríkjahers.Samkvæmt frétt New York Times var brottvísun erindrekanna ekki tilkynnti af Bandaríkjunum né Kína. Atvikið hefur ýtt undir áhyggjur forsvarsmanna Bandaríkjanna af auknum njósnum Kína þar í landi. Leyniþjónustur segja að þegar komi að njósnum stafi Bandaríkjunum mest ógn af Kína.Fólkið mun hafa keyrt upp að öryggishliði herstöðvarinnar og þar tilkynnti vörður þeim að þau mættu ekki vera þar og að þau ættu að keyra í gegnum hliðið og snúa þar við. Þau héldu þó ferðinni áfram inn í herstöðina og stöðvuðu ekki fyrr en slökkviliðsbílum var ekið í veg þeirra. Mennirnir sögðust ekki hafa skilið fyrirmæli varðarins og þeir hafi einfaldlega týnst. Það draga bandarískir embættismenn í efa og telja að um tilraun hafi verið að ræða. Ef þeir hefðu komist óáreittir inn í herstöðina hefði hátt settur njósnari verið sendur seinna meir. Í frétt NYT segir að kínverskir erindrekar hafi að undanförnu stungið kollinum upp í rannsóknarstöðvum og opinberum stofnunum, án þess að hafa tilkynnt ferðina fyrirfram. Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Kína að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Síðast var tveimur kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum árið 1987. Segja njósnir Kínverja hafa aukist Bandaríkin hafa á undanförnum árum, eins og áður hefur komið fram, sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Fyrr á þessu ári var kínverskur námsmaður dæmdur í árs fangelsi fyrir að taka myndir af leynilegri varnarstöð. Hann hafði komið sér fram hjá girðingu og gengið að stöðinni og tekið myndir. þegar hann var gómaður sagðist hann vera villtur. Árið 2016 játaði kínverskur maður að hafa stolið sérstökum kornum sem þróuð voru af bandarískum fyrirtækjum og sendi hann þau til Kína. Í síðasta mánuði var fyrrverandi starfsmaður CIA dæmdur í 19 ára fangelsi vegna njósna fyrir Kína. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa verið dæmdir á þessu ári fyrir að njósna fyrir Kína. Hann var að njósna fyrir Kína á sama tíma og um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína voru fangelsaðir eða teknir af lífi.Sjá einnig: Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dómÞá standa yfir réttarhöld gegn tveimur mönnum sem sakaðir eru um að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum frá Apple og reynt að koma þeim til Kína.Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur varað rannsóknastofu og stofnanir við að ráða kínverska fræðimenn og nemendur. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. Útlit er fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem kínverskir erindrekar eru sakaðir um njósnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár. Embættismenn í Bandaríkjunum segjast fullvissir að minnst annar erindrekanna sé njósnari. Þeir voru á ferð með eiginkonum sínum og reyndu að komast undan eftirför herlögreglu. Það var í september sem atvikið átti sér stað en umrædd herstöð hýs leynilegar sérsveitir Bandaríkjahers.Samkvæmt frétt New York Times var brottvísun erindrekanna ekki tilkynnti af Bandaríkjunum né Kína. Atvikið hefur ýtt undir áhyggjur forsvarsmanna Bandaríkjanna af auknum njósnum Kína þar í landi. Leyniþjónustur segja að þegar komi að njósnum stafi Bandaríkjunum mest ógn af Kína.Fólkið mun hafa keyrt upp að öryggishliði herstöðvarinnar og þar tilkynnti vörður þeim að þau mættu ekki vera þar og að þau ættu að keyra í gegnum hliðið og snúa þar við. Þau héldu þó ferðinni áfram inn í herstöðina og stöðvuðu ekki fyrr en slökkviliðsbílum var ekið í veg þeirra. Mennirnir sögðust ekki hafa skilið fyrirmæli varðarins og þeir hafi einfaldlega týnst. Það draga bandarískir embættismenn í efa og telja að um tilraun hafi verið að ræða. Ef þeir hefðu komist óáreittir inn í herstöðina hefði hátt settur njósnari verið sendur seinna meir. Í frétt NYT segir að kínverskir erindrekar hafi að undanförnu stungið kollinum upp í rannsóknarstöðvum og opinberum stofnunum, án þess að hafa tilkynnt ferðina fyrirfram. Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Kína að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Síðast var tveimur kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum árið 1987. Segja njósnir Kínverja hafa aukist Bandaríkin hafa á undanförnum árum, eins og áður hefur komið fram, sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Fyrr á þessu ári var kínverskur námsmaður dæmdur í árs fangelsi fyrir að taka myndir af leynilegri varnarstöð. Hann hafði komið sér fram hjá girðingu og gengið að stöðinni og tekið myndir. þegar hann var gómaður sagðist hann vera villtur. Árið 2016 játaði kínverskur maður að hafa stolið sérstökum kornum sem þróuð voru af bandarískum fyrirtækjum og sendi hann þau til Kína. Í síðasta mánuði var fyrrverandi starfsmaður CIA dæmdur í 19 ára fangelsi vegna njósna fyrir Kína. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa verið dæmdir á þessu ári fyrir að njósna fyrir Kína. Hann var að njósna fyrir Kína á sama tíma og um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína voru fangelsaðir eða teknir af lífi.Sjá einnig: Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dómÞá standa yfir réttarhöld gegn tveimur mönnum sem sakaðir eru um að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum frá Apple og reynt að koma þeim til Kína.Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur varað rannsóknastofu og stofnanir við að ráða kínverska fræðimenn og nemendur.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24