Bjóða sjötíu manns í mat á aðfangadagskvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2019 13:30 Einar Karl er hér lengst til hægri ásamt starfsmönnum Gumma Ben bar. „Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
„Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira