Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:59 Börnin fundust yfirgefin í götunni Park Allé í Árósum. Østjyllands Politi Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis. Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis.
Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30