Lífið samstarf

Eins og að sofa undir skýi

Dún og fiður kynnir
Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður.
Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður. Bjarki Logason

„Hlýrri gjöf en dúnsæng er varla hægt að gefa þeim sem þér þykir vænt um. Að sofa við snjógæsadúnsæng er eins og að sofa undir skýi,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður.  Sængur og koddar eru nú á sérstöku jólatilboði en Dún og fiður hefur framleitt og selt dúnsængur í sextíu ár. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og er Anna Bára þriðji ættliður sem stýrir fyrirtækinu.

„Afi minn og amma stofnuðu fyrirtækið árið 1959 og allar götur síðan höfum við verið í framleiðslu og endurnýjun á dúnsængum og koddum og fleiri dúnvörum,“ segir Anna Bára. „Við notum snjógæsa-, svana- og andadún í vörurnar okkar. Snjógæsa- og svanadúnsængurnar eru með 1000 gramma fyllingu og andadúnsængurnar með 1100 gramma fyllingu. Þær eru hlýjar, loftmiklar og mjúkar. Ungbarnadúnsængurnar eru fylltar snjógæsadún og svanadún og njóta mikilla vinsælda hjá okkur.“

Dúnsæng er langtímaeign

„Við endurnýjum sængur, bæði þær sem fólk hefur keypt hjá okkur og einnig það sem kemur annarsstaðar frá, endurnýjum verin og hreinsum dúninn svo sængin verður eins og ný. Líftími dúnsins er frá 18 til 20 + ár og líftími versins er 8 til 12 ár, eftir því hvernig það er meðhöndlað. Þá er hægt að skipta um ver og bæta þá 100 til 200 grömmum við dúninn í sængum frá okkur, en yfirleitt þarf að bæta meira við í aðrar sængur,“ segir Anna Bára.

Dúnfyllt hringpulla og mjúkir sokkar

Falleg rúmföt og dúnsokkar eru góðar gjafir undir jólatréð og þá nýtur dúnfyllt hringpulla mikilla vinsælda.

„Hringpullan okkar er mjög vinsæl og sjúkraþjálfarar mæla með henni,“ útskýrir Anna Bára. „Þeir kaupa hana margir hjá okkur og hafa á stofum hjá sér. Sjúkraþjálfarar hafa einnig mælt með að fólk fái sér snjógæsadúnkoddann. Við eigum til hlýja dúnsokka fyrir bæði börn og fullorðna sem eru kjörnir til gjafa og þá eigum við til úrval af gæða rúmfatnaði sem við látum framleiða fyrir okkur úr 400 þráða egypskri bómull og eigum einnig til rúmföt úr damaski.“

Sjá nánar á vefsíðunni dunogfidur.is

 

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Dún og fiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.