Sportpakkinn: Tvö á toppnum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 19:00 Dusan Vlahovic fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Fiorentina á móti Internazionale en fyrir vikið komst Juve upp að hlið Inter. Getty/Gabriele Maltinti Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira