Sportpakkinn: Tvö á toppnum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 19:00 Dusan Vlahovic fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Fiorentina á móti Internazionale en fyrir vikið komst Juve upp að hlið Inter. Getty/Gabriele Maltinti Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira