Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 16:00 Tryggvi Felixson er formaður Landverndar. Landvernd Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira