Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 23:58 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Vísir/epa Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. Hópurinn verður skorinn niður aftur áður en formlegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilnefndar.Þetta kemur fram á vef Variety þar sem segir að alls hafi 170 frumsamin kvikmyndatónverk komið upphaflega til greina. Meðlimir tónlistarhluta bandarísku kvikmyndaakademíunnar sjá um að velja þá sem tilnefndir verða til Óskarsverðlauna úr hinum fimmtán tónverka hóp sem nú hefur verið kynntur. Þann 2. janúar hefst atkvæðagreiðsla meðal þeirra um hvaða fimmtán sem koma til greina í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar hljóti tilnefningu. Tónlist Hildar í kvikmyndinni Joker, sem skartar Joaquin Phoenix, í aðalhlutverki hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þá hafa bæði kvikmyndatökustjóri myndarinnar og Phoenix sjálfur sagt að tónlist Hildar hafi leikið lykilhlutverk. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig,“ sagði Phoenix meðal annars um tónlistina. Hildur hefur gert það afar gott á árinu en í haust vann hún til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sömu þætti. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í Joker. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést á síðasta ári. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 13. janúar næstkomandi. Verðlaunahátíðin sjálf verður haldin sunnudaginn 9. febrúar á næsta ári. Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. Hópurinn verður skorinn niður aftur áður en formlegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilnefndar.Þetta kemur fram á vef Variety þar sem segir að alls hafi 170 frumsamin kvikmyndatónverk komið upphaflega til greina. Meðlimir tónlistarhluta bandarísku kvikmyndaakademíunnar sjá um að velja þá sem tilnefndir verða til Óskarsverðlauna úr hinum fimmtán tónverka hóp sem nú hefur verið kynntur. Þann 2. janúar hefst atkvæðagreiðsla meðal þeirra um hvaða fimmtán sem koma til greina í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar hljóti tilnefningu. Tónlist Hildar í kvikmyndinni Joker, sem skartar Joaquin Phoenix, í aðalhlutverki hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þá hafa bæði kvikmyndatökustjóri myndarinnar og Phoenix sjálfur sagt að tónlist Hildar hafi leikið lykilhlutverk. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig,“ sagði Phoenix meðal annars um tónlistina. Hildur hefur gert það afar gott á árinu en í haust vann hún til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sömu þætti. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í Joker. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést á síðasta ári. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 13. janúar næstkomandi. Verðlaunahátíðin sjálf verður haldin sunnudaginn 9. febrúar á næsta ári.
Hildur Guðnadóttir Hollywood Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Leikstjóri Jókersins útskýrir tvö stór atriði Leikstjórinn Todd Phillips útskýrir opnunaratriðið í nýjustu mynd sinni Joker á YouTube-rás Vanity Fair en kvikmyndin var frumsýnd um helgina. 8. október 2019 13:30
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45