Innlent

„Fremur einsleitt veður“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð vægu frosti en þó eru líkur á að hitinn skríði yfir frostmark syðst á landinu seinnipart vikunnar.
Það er spáð vægu frosti en þó eru líkur á að hitinn skríði yfir frostmark syðst á landinu seinnipart vikunnar. vísir/vilhelm

Það verður norðaustlæg átt næstu daga og fremur einsleitt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið.

 

Mjög víða verður strekkings vindur og jafnvel allhvasst eða hvasst inn á milli.

Þá er spáð éljagangi um landið norðan- og austanvert og á köflum snjókoma austan til en yfirleitt þurrt og bjart veður suðvestan til á landinu.

Vægt frost en líkur á að hitinn skríði yfir frostmark syðst á landinu seinnipart vikunnar.

Veðurhorfur á landinu:

Norðaustan 8-15 m/s, en N-lægari A-til í dag. Él N- og A-lands, en samfelld snjókoma NA- og A-lands fram á nótt. Lengst af bjartviðri á S- og SV-landi. Frost yfirleitt 0 til 7 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustan 10-18 m/s og snjókoma eða él N- og A-lands, en bjart með köflum á S- og SV-landi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustan hvassviðri með snjókomu austantil, éljum um landið N-vert, annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Ákveðin norðaustlæg átt og slydda eða snjókoma, einkum á A-verðu landinu, en áfram þurrt á SV-landi. Vægt frost, en frostlaust við S-ströndina.

Á laugardag, sunnudag (vetrarsólstöður) og mánudag (Þorláksmessa):

Norðaustanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands, úrkomumest austast, en bjart með köflum á SV-landi. Frostlaust syðst, annars vægt frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×