Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 10:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira