Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 13:15 Gulldrengurinn Dóri DNA má vel við una en það stefnir í að hann megi heita nýstirni þessarar jólabókavertíðar. visir/vilhelm „Arnaldur Indriðason situr sem fyrr í efsta sæti listans en Ævar Þór Benediktsson hefur fundið sitt eigið annað sæti fyrir Þinn eigin tölvuleik,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút en hún er sérfræðingur Vísis í bóksölunni. Hún rýnir í glænýjan bóksölulista með blaðamanni Vísis og þetta er það helsta sem hún rekur augu í. Segir að það hafi fáum tekist að komast upp á milli þeirra Arnaldar og Yrsu gegnum tíðina og því megi þetta heita frábær árangur hjá Ævari. Keto-bókin á toppi uppsafnaðs lista „Þess má aukinheldur geta að á sama tíma fyrir ári síðan sat bók hans, Þitt eigið tímaferðalag, í 7. sæti listans svo þetta er heljarinnar stökk.“ Bryndís Loftsdóttir. Sérfræðingur Vísis í bóksölunni segir ekki annað hægt en elska Björgvin Pál Já, Arnaldur trónir á toppnum sem fyrr en þó er einn sem nær að ógna honum og hann heitir Gunnar Már Sigfússon, því ef litið er til lista yfir uppsafnaða bóksölu frá síðustu áramótum þá er hann þar á toppi lista með bókina sína um Keto – hormónalausnin. Heilt yfir má segja að íslenska skáldsagan megi vel við una þegar litið er til aðallista vikunnar. Bryndís segir að áhugavert sé að skoða íslenska skáldverkalistann. „Dóri DNA verður að teljast nýstirni ársins í þeim flokk, fyrsta skáldsaga hans, Kokkáll, hefur rokið upp metsölulistann að undanförnu. Dóri skákar nú fjölmörgum þaulreyndum, margverðlaunuðum og vel þekktum höfundum sem sitja neðar á listanum eða ná alls ekki inn á hann,“ segir Bryndís. Eldri hopa fyrir þeim sem yngri eru Aðrir nýir höfundar sem vakið hafa athygli bókakaupenda eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svínshöfuð, Eva Björg Ægisdóttir með sína aðra glæpasögu, Stelpur sem ljúga og Bjarni Hafþór Helgason með frumraun sína, smásagnasafnið Tími til að tengja. Sá eini sem nær að stríða Arnaldi er Gunnar Már með sína Keto-bók. „Kalt mat á skáldverkaútgáfu ársins miðað við sölu síðustu viku er að meiri hluti bókakaupenda sækist áfram eftir glæpasögum en ný kynslóð höfunda er að stimpla sig rækilega inn á meðan eldri höfundar virðast hopa.“ Sé litið til fræðibókalistans, þá er Útkallið áfram í fyrsta sæti líkt og reyndar meira og minna síðast liðin 25 ár. Í öðru sæti er bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið og Síldarár Páls Baldvins Baldvinssonar situr í þriðja sæti. Hún er jafnframt lengsta og þyngsta bók þessa jólabókaflóðs, heilar 1151 bls. og 3,4 kg á þyngd. „Björgvin Páll Gústavsson virðist svo ætla að eiga ævisögu ársins, bók hans hefur setið á toppi ævisagnalistans frá því að hún kom út og ekki að undra; það er ekki hægt annað en að elska þennan dreng,“ segir Bryndís sem greinilega kann að meta góðan handbolta meðfram bóklestri. Bóksölulistinn 9. – 15. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Hvítidauði - Ragnar Jónasson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kokkáll - Dóri DNA Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Aðventa - Stefán Máni Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Kokkáll - Dóri DNA Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Aðventa - Stefán Máni Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Boðorðin - Óskar Guðmundsson Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Vetrargulrætur - Ragna Sigurðardóttir Urðarköttur - Ármann Jakobsson Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Þögla barnið - Guðmundur Brynjólfsson Þýdd skáldverk Jólasysturnar - Sarah Morgan Hnífur - Jo Nesbø Ströndin endalausa - Jenny Colgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Þú og ég og allt hitt - Catherine Isaac Stóri maðurinn - Phoebe Locke Gullbúrið - Camilla Läckberg Endurfundirnir - Viveca Sten og Camilla Sten Þú - Caroline Kepnes Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Heimskaut - Gerður Kristný Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Til þeirra er málið varðar - Einar Már Guðmundsson Gangverk - Þorvaldur S. Helgason Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Úr landsuðri og fleiri kvæði - Jón Helgason Mislæg gatnamót - Þórdís Gísladóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Slæmur pabbi - David Walliams Stúfur hættir að vera jólasveinn - Eva Rún Þorgeirsdóttir Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Jólaföndur – Unga ástin mín Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Ég elska einhyrninga – Unga ástinmín Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Hvað segja dýrin? – Sögur útgáfa Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Hvolpasveitin - Leitið og finnið - Bókabeitan Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Vargöld 2 - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Þrettán - Friðrik Erlingsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Fræði og almennt efni Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Halaveðrið mikla - Steinar J. Lúðvíksson Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Hárbókin - Theodóra Mjöll Skúla Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Bréf til mömmu - Mikael Torfason Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Halldór Ásgrímsson ævisaga - Guðjón Friðriksson Með sigg á sálinni - Einar Kárason Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir HKL ástarsaga - Pétur Gunnarsson Uppsafnað frá áramótum Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson 10. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira
„Arnaldur Indriðason situr sem fyrr í efsta sæti listans en Ævar Þór Benediktsson hefur fundið sitt eigið annað sæti fyrir Þinn eigin tölvuleik,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút en hún er sérfræðingur Vísis í bóksölunni. Hún rýnir í glænýjan bóksölulista með blaðamanni Vísis og þetta er það helsta sem hún rekur augu í. Segir að það hafi fáum tekist að komast upp á milli þeirra Arnaldar og Yrsu gegnum tíðina og því megi þetta heita frábær árangur hjá Ævari. Keto-bókin á toppi uppsafnaðs lista „Þess má aukinheldur geta að á sama tíma fyrir ári síðan sat bók hans, Þitt eigið tímaferðalag, í 7. sæti listans svo þetta er heljarinnar stökk.“ Bryndís Loftsdóttir. Sérfræðingur Vísis í bóksölunni segir ekki annað hægt en elska Björgvin Pál Já, Arnaldur trónir á toppnum sem fyrr en þó er einn sem nær að ógna honum og hann heitir Gunnar Már Sigfússon, því ef litið er til lista yfir uppsafnaða bóksölu frá síðustu áramótum þá er hann þar á toppi lista með bókina sína um Keto – hormónalausnin. Heilt yfir má segja að íslenska skáldsagan megi vel við una þegar litið er til aðallista vikunnar. Bryndís segir að áhugavert sé að skoða íslenska skáldverkalistann. „Dóri DNA verður að teljast nýstirni ársins í þeim flokk, fyrsta skáldsaga hans, Kokkáll, hefur rokið upp metsölulistann að undanförnu. Dóri skákar nú fjölmörgum þaulreyndum, margverðlaunuðum og vel þekktum höfundum sem sitja neðar á listanum eða ná alls ekki inn á hann,“ segir Bryndís. Eldri hopa fyrir þeim sem yngri eru Aðrir nýir höfundar sem vakið hafa athygli bókakaupenda eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svínshöfuð, Eva Björg Ægisdóttir með sína aðra glæpasögu, Stelpur sem ljúga og Bjarni Hafþór Helgason með frumraun sína, smásagnasafnið Tími til að tengja. Sá eini sem nær að stríða Arnaldi er Gunnar Már með sína Keto-bók. „Kalt mat á skáldverkaútgáfu ársins miðað við sölu síðustu viku er að meiri hluti bókakaupenda sækist áfram eftir glæpasögum en ný kynslóð höfunda er að stimpla sig rækilega inn á meðan eldri höfundar virðast hopa.“ Sé litið til fræðibókalistans, þá er Útkallið áfram í fyrsta sæti líkt og reyndar meira og minna síðast liðin 25 ár. Í öðru sæti er bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið og Síldarár Páls Baldvins Baldvinssonar situr í þriðja sæti. Hún er jafnframt lengsta og þyngsta bók þessa jólabókaflóðs, heilar 1151 bls. og 3,4 kg á þyngd. „Björgvin Páll Gústavsson virðist svo ætla að eiga ævisögu ársins, bók hans hefur setið á toppi ævisagnalistans frá því að hún kom út og ekki að undra; það er ekki hægt annað en að elska þennan dreng,“ segir Bryndís sem greinilega kann að meta góðan handbolta meðfram bóklestri. Bóksölulistinn 9. – 15. desember 2019 Topplistinn – 20 mest seldu titlarnir Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Hvítidauði - Ragnar Jónasson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kokkáll - Dóri DNA Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Aðventa - Stefán Máni Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Íslensk skáldverk Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Hvítidauði - Ragnar Jónasson Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson Kokkáll - Dóri DNA Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir Aðventa - Stefán Máni Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir Boðorðin - Óskar Guðmundsson Staða pundsins - Bragi Ólafsson Korngult hár, grá augu - Sjón Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson Vetrargulrætur - Ragna Sigurðardóttir Urðarköttur - Ármann Jakobsson Tími til að tengja - Bjarni Hafþór Helgason Þögla barnið - Guðmundur Brynjólfsson Þýdd skáldverk Jólasysturnar - Sarah Morgan Hnífur - Jo Nesbø Ströndin endalausa - Jenny Colgan Það er fylgst með þér - Mary Higgins Clark Glæpur við fæðingu - Trevor Noah Þú og ég og allt hitt - Catherine Isaac Stóri maðurinn - Phoebe Locke Gullbúrið - Camilla Läckberg Endurfundirnir - Viveca Sten og Camilla Sten Þú - Caroline Kepnes Ljóð & limrur Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði Heimskaut - Gerður Kristný Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir Til þeirra er málið varðar - Einar Már Guðmundsson Gangverk - Þorvaldur S. Helgason Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir Úr landsuðri og fleiri kvæði - Jón Helgason Mislæg gatnamót - Þórdís Gísladóttir Barnabækur - ljóð og skáldverk Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney Jólasyrpa 2019 - Walt Disney Slæmur pabbi - David Walliams Stúfur hættir að vera jólasveinn - Eva Rún Þorgeirsdóttir Barnafræði- og handbækur Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir Fimmaurabrandarar - Fimmaurabrandarafjelagið Jólaföndur – Unga ástin mín Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson Ég elska einhyrninga – Unga ástinmín Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Hvað segja dýrin? – Sögur útgáfa Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan Hvolpasveitin - Leitið og finnið - Bókabeitan Ungmennabækur Nornin - Hildur Knútsdóttir Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers Vargöld 2 - Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Þrettán - Friðrik Erlingsson Hin ódauðu - Johan Egerkrans Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten Fræði og almennt efni Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson Halaveðrið mikla - Steinar J. Lúðvíksson Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir Hárbókin - Theodóra Mjöll Skúla Ævisögur Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Bréf til mömmu - Mikael Torfason Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein Halldór Ásgrímsson ævisaga - Guðjón Friðriksson Með sigg á sálinni - Einar Kárason Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir HKL ástarsaga - Pétur Gunnarsson Uppsafnað frá áramótum Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon Tregasteinn - Arnaldur Indriðason Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason Þögn - Yrsa Sigurðardóttir Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl. Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson Hvítidauði - Ragnar Jónasson 10. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal
Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10 Bjarni Fritzson óstöðvandi í bóksölunni Nýr bóksölulisti er fyrirliggjandi. 4. desember 2019 11:23 Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Stefnir í enn ein glæpasagna- og barnabókajól Bóksala tók kipp um helgina. 11. desember 2019 11:10
Ævar og Birgitta fyrirferðarmikil á nýjum bóksölulista Mestu skáldsagnajól sögunnar. 27. nóvember 2019 10:57