Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.
Kísill III var einn eigenda United Silicon, síðar Sameinað sílíkon, sem var eigandi kísilverksmiðju í Helguvík. Var félagið sérstaklega stofnað í kringum verkefnið
Fram kom í fréttum í gær að engar eignir hefðu fundist í þrotabúi félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Hann sætir rannsókn héraðssaksóknara fyrir fjársvik sem talin eru nema milljörðum króna. Rannsókn hefur dregist vegna umfangs.
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík
