Viðskipti innlent

730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kísilverksmiðjan í Helguvík.
Kísilverksmiðjan í Helguvík. ÍAV

Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Kísill III var einn eigenda United Silicon, síðar Sameinað sílíkon, sem var eigandi kísilverksmiðju í Helguvík. Var félagið sérstaklega stofnað í kringum verkefnið

Fram kom í fréttum í gær að engar eignir hefðu fundist í þrotabúi félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Hann sætir rannsókn héraðssaksóknara fyrir fjársvik sem talin eru nema milljörðum króna. Rannsókn hefur dregist vegna umfangs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×