Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 19:15 Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór. Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór.
Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15
Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00