Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2019 22:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39