Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 23:55 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36