Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 23:55 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36