Opið bréf til Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur: Áður en við getum virt þær Kári Stefánsson skrifar 18. desember 2019 12:30 Ágæta Heiðrún, á þriðjudaginn fyrir viku birtist eftir þig grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Virðum staðreyndir. Greinin er skrifuð sem viðbrögð við vangaveltum sem ég lét frá mér fara eftir að hafa lesið skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um samanburð á verði makríls í Noregi og á Íslandi. Í byrjun greinarinnar segirðu að ég hafi brigslað „heilli atvinnugrein um lögbrot ýmiss konar.“ Þarna ertu ekki að virða staðreyndir heldur eitthvað allt annað. Ég benti einfaldlega á að munurinn mikli á verði i Noregi og á Íslandi kalli á rannsókn, þjóðin ætti rétt á að vita hvers vegna hann væri til staðar. Það vill nefnilega svo til að þjóðin er hinn raunverulegi eigandi makrílsins, sem útgerðin fær leyfi til að veiða og selja á þann máta að það gagnist henni (þjóðinni) sem best. Síðan ferðu mikinn með vélbyssuskothríð atriða sem gætu fullvel verið staðreyndir og hafa kannski svolítið með málið að gera og kannski ekki, eins og til dæmis að Norðmenn séu svo vanir að veiða og selja makríl og makríll sem veiðist við Ísland þegar kemur fram á sumar sé léleg vara og stundum sé makríll frystur og stundum ekki. Hvernig skýrir þetta þá staðreynd að í ágúst síðastliðnum stóð íslenskum skipum til boða að landa makríl í Færeyjum fyrir rúmlega þrisvar sinnum hærra verð en bauðst fyrir hann á Íslandi? Í vangaveltum mínum í Fréttablaðinu benti ég á að það væri altalað að útgerðirnar ættu fyrirtæki í útlöndum sem þau seldu fiskinn til á lágu verði, sem þau síðan seldu áfram á háu verði. Ég lagði ekkert mat á sannleiksgildi þessara sagna, en benti á að ef satt reyndist, væri um að ræða býsna alvarleg brot gegn hagsmunum þjóðarinnar. Í Silfrinu fyrir rúmri viku baðst þú okkur hin, sem sátum með þér að ræða sjávarútveginn, að nefna þessi fyrirtæki sem útgerðin ætti í útlöndum. Þessi beiðni er nokkurs konar jafngildi þess að segja við áhorfendur: þeir geta ekki nefnt þau vegna þess að þau eru ekki til. Ég fór í þessar umræður um verðlagningu sjávarafurða án undirbúnings, vegna þess að ég vildi ekki mynda aðra skoðun en þá að það væri nauðsynlegt að kanna málið til hlítar. Þess vegna kunni ég ekki að nefna þessi fyrirtæki, en í vikunni sem er liðin síðan, hafa mér borist nokkrir langir listar með nöfnum fyrirtækja í útlöndum sem útgerðin á. Hvers vegna skyldi hún eiga þau? Það sem hvatti mig til þess að tjá mig um málið er að mér finnst að þjóðin eigi það skilið að láta sér þykja vænt um sjávarútveginn, vegna þess að hann er merkilegasta atvinnugrein þjóðarinnar. Eins og stendur er henni gert erfitt um vik að sækja þá væntumþykju vegna þess að hún skilur ekki sjávarútveginn lengur. Hún hefur það á tilfinningunni að hann sé að þjóna örfáum einstaklingum eða í það minnsta ekki fyrst og frems hagsmunum þjóðarinnar. Afi minn í móðurætt var bræðslumaður á togara fyrir vökulög. Faðir minn var fréttamaður hjá ríkisútvarpinu og var aldrei meira í essinu sínu en þegar hann var að flytja fréttir af sjávarútveginum og þeim sem hann stunduðu. Fyrir honum var sjávarútvegurinn það sem skipti máli. Einn daginn þegar ég var fimmtán ára kom ég heim heldur leiður á námi og sagði við móður mina að ég vildi hætta í skóla og fara á sjóinn, þá var eina svarið sem ég fékk: Ég vona að þú hafir það sem til þarf. Ég ólst upp við mikla virðingu fyrir sjávarútveginum og hún hefur ekki elst af mér. Með vangaveltum mínum er ég ekki að veitast að honum heldur benda á að það lítur út fyrir að það sé maðkur í mysunni. Vonandi reynist það rangt. En Heiðrún svo ég endurtaki spurninguna hér að ofan. Hvers vegna á útgerðin þessi fyrirtæki erlendis? Það mun enginn taka mark á svarinu fyrr en það er orðið við þeirri lágmarkskröfu að upplýsa hvað þau keyptu af sjávarafurðum í fyrra og á hvaða verði og á hvaða verði þau seldu afurðirnar síðan öðrum. Rannsókn á því ætti helst að vera á höndum réttarendurskoðenda erlendra (forensic accountants). Þú lýkur greininni þinni á því að endurtaka þá skoðun að ég sé að bera fram brigsl um sjávarútveginn sem varði háttsemi sem sé þegar ólögmæt. Ég er einfaldlega að benda á að fyrir augum okkar eru tölur frá opinberum aðilum sem sýna fram á að íslenskir útgerðarmenn verðleggja fiskinn úr sjónum miklu lægra en tíðkast erlendis. Ég hef hingað til bent á makrílinn, en er nú kominn með sannfærandi tölur um aðrar fiskitegundir líka. Þjóðin á rétt á því að fá skýringu og það kallar á rannsókn á málinu af hálfu óháðra aðlia. Það er ljóst af orðum sjávarútvegsráðherra á Alþingi að hann deilir þessari skoðun með mér sem og allflestum Íslendingum. Þegar rannsókninni er lokið og staðreyndir málsins liggja fyrir skal ég ganga í lið með þér og virða þær í tætlur en ekki fyrr.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Ágæta Heiðrún, á þriðjudaginn fyrir viku birtist eftir þig grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Virðum staðreyndir. Greinin er skrifuð sem viðbrögð við vangaveltum sem ég lét frá mér fara eftir að hafa lesið skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um samanburð á verði makríls í Noregi og á Íslandi. Í byrjun greinarinnar segirðu að ég hafi brigslað „heilli atvinnugrein um lögbrot ýmiss konar.“ Þarna ertu ekki að virða staðreyndir heldur eitthvað allt annað. Ég benti einfaldlega á að munurinn mikli á verði i Noregi og á Íslandi kalli á rannsókn, þjóðin ætti rétt á að vita hvers vegna hann væri til staðar. Það vill nefnilega svo til að þjóðin er hinn raunverulegi eigandi makrílsins, sem útgerðin fær leyfi til að veiða og selja á þann máta að það gagnist henni (þjóðinni) sem best. Síðan ferðu mikinn með vélbyssuskothríð atriða sem gætu fullvel verið staðreyndir og hafa kannski svolítið með málið að gera og kannski ekki, eins og til dæmis að Norðmenn séu svo vanir að veiða og selja makríl og makríll sem veiðist við Ísland þegar kemur fram á sumar sé léleg vara og stundum sé makríll frystur og stundum ekki. Hvernig skýrir þetta þá staðreynd að í ágúst síðastliðnum stóð íslenskum skipum til boða að landa makríl í Færeyjum fyrir rúmlega þrisvar sinnum hærra verð en bauðst fyrir hann á Íslandi? Í vangaveltum mínum í Fréttablaðinu benti ég á að það væri altalað að útgerðirnar ættu fyrirtæki í útlöndum sem þau seldu fiskinn til á lágu verði, sem þau síðan seldu áfram á háu verði. Ég lagði ekkert mat á sannleiksgildi þessara sagna, en benti á að ef satt reyndist, væri um að ræða býsna alvarleg brot gegn hagsmunum þjóðarinnar. Í Silfrinu fyrir rúmri viku baðst þú okkur hin, sem sátum með þér að ræða sjávarútveginn, að nefna þessi fyrirtæki sem útgerðin ætti í útlöndum. Þessi beiðni er nokkurs konar jafngildi þess að segja við áhorfendur: þeir geta ekki nefnt þau vegna þess að þau eru ekki til. Ég fór í þessar umræður um verðlagningu sjávarafurða án undirbúnings, vegna þess að ég vildi ekki mynda aðra skoðun en þá að það væri nauðsynlegt að kanna málið til hlítar. Þess vegna kunni ég ekki að nefna þessi fyrirtæki, en í vikunni sem er liðin síðan, hafa mér borist nokkrir langir listar með nöfnum fyrirtækja í útlöndum sem útgerðin á. Hvers vegna skyldi hún eiga þau? Það sem hvatti mig til þess að tjá mig um málið er að mér finnst að þjóðin eigi það skilið að láta sér þykja vænt um sjávarútveginn, vegna þess að hann er merkilegasta atvinnugrein þjóðarinnar. Eins og stendur er henni gert erfitt um vik að sækja þá væntumþykju vegna þess að hún skilur ekki sjávarútveginn lengur. Hún hefur það á tilfinningunni að hann sé að þjóna örfáum einstaklingum eða í það minnsta ekki fyrst og frems hagsmunum þjóðarinnar. Afi minn í móðurætt var bræðslumaður á togara fyrir vökulög. Faðir minn var fréttamaður hjá ríkisútvarpinu og var aldrei meira í essinu sínu en þegar hann var að flytja fréttir af sjávarútveginum og þeim sem hann stunduðu. Fyrir honum var sjávarútvegurinn það sem skipti máli. Einn daginn þegar ég var fimmtán ára kom ég heim heldur leiður á námi og sagði við móður mina að ég vildi hætta í skóla og fara á sjóinn, þá var eina svarið sem ég fékk: Ég vona að þú hafir það sem til þarf. Ég ólst upp við mikla virðingu fyrir sjávarútveginum og hún hefur ekki elst af mér. Með vangaveltum mínum er ég ekki að veitast að honum heldur benda á að það lítur út fyrir að það sé maðkur í mysunni. Vonandi reynist það rangt. En Heiðrún svo ég endurtaki spurninguna hér að ofan. Hvers vegna á útgerðin þessi fyrirtæki erlendis? Það mun enginn taka mark á svarinu fyrr en það er orðið við þeirri lágmarkskröfu að upplýsa hvað þau keyptu af sjávarafurðum í fyrra og á hvaða verði og á hvaða verði þau seldu afurðirnar síðan öðrum. Rannsókn á því ætti helst að vera á höndum réttarendurskoðenda erlendra (forensic accountants). Þú lýkur greininni þinni á því að endurtaka þá skoðun að ég sé að bera fram brigsl um sjávarútveginn sem varði háttsemi sem sé þegar ólögmæt. Ég er einfaldlega að benda á að fyrir augum okkar eru tölur frá opinberum aðilum sem sýna fram á að íslenskir útgerðarmenn verðleggja fiskinn úr sjónum miklu lægra en tíðkast erlendis. Ég hef hingað til bent á makrílinn, en er nú kominn með sannfærandi tölur um aðrar fiskitegundir líka. Þjóðin á rétt á því að fá skýringu og það kallar á rannsókn á málinu af hálfu óháðra aðlia. Það er ljóst af orðum sjávarútvegsráðherra á Alþingi að hann deilir þessari skoðun með mér sem og allflestum Íslendingum. Þegar rannsókninni er lokið og staðreyndir málsins liggja fyrir skal ég ganga í lið með þér og virða þær í tætlur en ekki fyrr.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar